ZARA 2016 SS

10:04:00 AM

Vor & sumarlínan frá Zara er virkilega falleg. Línan inniheldur fallega og ljósa liti, líkt og bleikan, nude, hvítan, ljós bláan & fleira. Sem mér finnst svo ótrúlega fallegt & einnig sumarlegt. Mér finnst Zara vera með virkilega fallegar flíkur þetta sumarið – ljósu litirnir er ég mjög hrifin af. Mér finnst þeir bæði sumarlegir & skemmtilegir.
Mikið er um rifnar & útvíðar gallabuxur, sem ég er ótrúlega hrifin af! Ég er mikið fyrir rifnar útvíðar gallabuxuxm í fallegum ljós bláum lit við sneakers.
Á myndunum er ég í hvítum blúndu samfesting sem kostar 8.995 kr, nude litaðari trench coat sem kostar 14.995 kr, ljós bláum rifnum gallabuxum sem kosta 7.995 kr & hvítri skyrtu með bláum röndum sem kostar 7.995 kr.
Flíkurnar eru sumarlegar og fallegar – & fékk ég þær sem stílistalán hjá Zara í Kringlunni.

0 comments