- LINGERIE BY LACE -

9:34:00 AM

Síðustu daga hef ég verið að skoða fallegu undirfötin á Instagraminu hjá Lingerie by Lace. En Lingerie by Lace samanstendur af hæfileikaríkum stelpum sem eru að læra frumkvöðlafræði í Verzlunarskóla Íslands. Stelpurnar eru sex og eru þær að hanna og sauma blúndunærföt í stærðunum S,M og L. Þær handsauma nærfötin og sjá um alla framleiðslu sjálfar. Nærfötin koma í fallegum umbúðum merktum fyrirtækinu og innihalda einnig upplýsingar um hvernig á að þvo vöruna. 

Nærfötin eru ótrúlega falleg, stílhrein, vel gerð og koma í fjórum fallegum sniðum sem heita Mia, Angelina, Lea og Bella.
Þann 9.apríl næstkomandi verður vörumessa í Smáralindinni, þar sem þær verða með bás og verður hægt að kaupa undirfötin frá Lace. 

- Ef þú hefur áhuga að kaupa þér undirföt frá Lace er hægt að panta á handmadebylace@gmail.com þar sem það er takmarkað upplag. Þú getur fengið 20% afslátt af undirfötunum frá Lace ef þú tekur print screen af þessari færslu - 

Facebook siða: Lace undirföt
netfang: 
handmadebylace@gmail.com

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð. 

0 comments