- HERBIVORE BOTANICALS -

9:01:00 AM

Herbivore Botanicals er merki sem selur fallegar og stílhreinar húðvörur. Herbivore er krúttlegt fjölskyldu fyrirtæki, en Herbivore selur ýmis húðvörur slíkt og maska, dagkrem, olíur og fleira. Formúlurnar í vörunum frá þeim eru virkilega hreinar, og áhrifaríkar.  Allar formúlur frá Herbivore eru upprunalegar búnar til af eigendum Herbivore og prófaðar af fólki, aldrei á dýrum og allt er gert frá grunni. Ég var svo heppin að fá gjöf frá Nola.is sem selja Herbivore vörurnar. En gjöfin var Herbivore Rose hibiscus coconut water hydrating face mist, sem er vökvi sem maður spreyjar framan í sig til að fá raka. Mér finnst formúlan í vörunni virkilega góð og spreyið gefur frá sér fallegan ljóma á andlitið. Rose hydrating vökvinn kemur í fallegum gler umbúðum sem merkt er á Herbivore Rose Hibiscus coconut water. Ég er virkilega hrifin af formúlunni og ég er ástfangin af umbúðunum frá Herbivore, þær eru stílhreinar og fallegar. Einnig fýla ég að fyrirtækið prófar ekki á dýrum. 

Hægt er að nálgast vörurnar inn á Nola.is

Ég er með gjafaleik inn á Instagraminu mínum @sigridurr þar sem ég er að gefa einum heppnum einstaklingi Rose hydrating face mist frá Nola.is og einnig tvö pör af eyrnalokkum frá Black&Basic

Vöruna fékk ég sem gjöf. 

0 comments