Viðtal - MBL.IS

12:38:00 PM

Seinnasta þriðjudag kom viðtal við mig inn á mbl.is/smartland. Hér er linkur af viðtalinu: http://www.mbl.is/smartland/tiska/2016/03/08/stillinn_minn_er_alltaf_ad_throskast/

„Stíll­inn minn er alltaf að þrosk­ast og breyt­ast,“ seg­ir Sig­ríður Mar­grét sem hef­ur brenn­andi áhuga á tísku. Sig­ríður kveðst líta til dæm­is upp til Ol­sen-systr­anna og Ri­hönnu þegar kem­ur að tísku en sjálf er hún hrif­in af því að klæðast meðal ann­ars hvít­um, grá­um og nude-lituðum flík­um.
Get­ur þú lýst fata­stíln­um þínum?
„Fata­stíl­inn minn er frek­ar stíl­hreinn og kannsi smá skandi­nav­ísk­ur. Ég klæðist mikið hvítu, svörtu og gráu. En upp á síðkastið hef ég verið mjög hrif­in af bæði nude- og ca­mel-lituðum flík­um.“
Fyr­ir hverju fell­ur þú yf­ir­leitt?
„Þessa dag­ana hef ég verið að falla mjög mikið fyr­ir útvíðum bux­um og ein­hverju að ofan í stíl, ann­ars er ég yf­ir­leitt mjög veik fyr­ir fal­leg­um jökk­um/​káp­um og striga­skóm.“
Hvað er nauðsyn­legt að eiga í fata­skápn­um sín­um þessa stund­ina?
„Hlýj­an og góðan bom­ber-jakka og gott „snea­ker“-par.“
Hver er nýj­asta flík­in í fata­skápn­um þínum?
„Svart­ar útvíðar galla­bux­ur úr ZARA og ca­mel-lituð peysa frá ASOS.“
Hvað vant­ar í fata­skáp­inn þinn?
„Mig vant­ar alltaf eitt­hvað, en í augna­blik­inu finnst mér mig vanta KAL­EY frá Vaga­bond og einnig CHARLIE MAY Ribb­ed Pullover frá Pho London.“
Er eitt­hvað sem þú mynd­ir aldrei klæðast?
„Mjög erfitt að segja, því stíll­inn minn er alltaf að þrosk­ast og breyt­ast. En ef ég myndi þurfa velja eitt­hvað væri það jegg­ings.“
Áttu þér upp­á­halds­hönnuð?
„Ég á marga upp­á­halds­hönnuði sem ég lít upp til, en í augna­blik­inu er það aðallega Oli­vier Rou­steing, Cal­vin Klein, Marc Jac­obs, Kanye West og marg­ir aðrir.“
Er ein­hver fræg­ur hönnuður, hönn­un eða trend of­met­ið að þínu mati?
„Nei, eig­in­lega ekki, þó að eitt­hvað verði vin­sælt þá finnst mér leiðin­legt að stimpla það sem of­metið.“
Hvað finnst þér mest heill­andi í vor- og sum­ar­tísk­unni?
„Snea­kers og útvíðar galla­bux­ur.“
Áttu þér tísku­fyr­ir­mynd?
„Ol­sen-syst­urn­ar hafa lengi verið tísku­fyr­ir­mynd­in mín, þær eru mjög „mini­malistic“ og fylgj­ast vel með hvað er í tísku. Einnig er ég mjög hrif­in af stíln­um hjá Kim Kar­dashi­an, mér finnst stíll­inn henn­ar fjöl­breytt­ur og skemmti­leg­ur. Ég einnig mjög hrif­in af stíln­um henn­ar Ri­hönnu.“
Hvað er á óskalist­an­um?
„Í augna­blik­inu er það fal­leg­ur kjóll frá Balmain, fal­leg­ar „ribb­ed knit“ bux­ur og peysa í stíl frá ZARA og að lok­um Dr.martens Chel­sea boots í brúnu.“
Áhuga­sam­ir geta fylgst bet­ur með Sig­ríði og flotta stíln­um henn­ar á In­sta­gram und­ir @sigridurr.

0 comments